RAPID AALBORG CEMENT
RAPID®sement er í styrkleikaflokki 52,5 N. Það hefur lágt alkalíinnihald og nær miklum styrkleika á skömmum tíma
með lítilli hættu á sprungumyndun. RAPID hentar mjög vel við alhliða steypuvinnu svo sem í sökkla, veggi og gólf.
Þrátt fyrir mikinn styrk er hitamyndun í RAPID vel viðunandi og fjöldi rannsókna staðfesta að það uppfyllir allar þær
kröfur sem gerðar eru í íslenskum stöðlum og reglugerðum um styrkleika, veðrunar- og alkalíþol.
Alkali innihald á Rapid Aalborg Cementi er <0,6%. Sementið er því skilgreint sem “lág alkalí sement”
Hægt er að fá afhent rapid sement úr tankbílum í heilum förmum, í stórsekkjum 1,5 tonna og í 25 kg pokum