Persónuverndar- og vafrakökustefna

Okkur er umhugað um meðferð persónuupplýsinga þinna. Við meðhöndlum persónuupplýsingar og höfum tekið upp þessa persónuverndarstefnu til að útskýra hvernig við vinnum með persónuupplýsingarnar þínar.

Aalborg Portland er ábyrgðaraðili gagnanna sem við söfnum um þig og við tryggjum að persónuupplýsingar þínar séu meðhöndlaðar samkvæmt viðeigandi reglugerðum.

Viljir þú hafa samband við okkur vegna meðhöndlunar okkar á persónuupplýsingum er þér velkomið að gera það á privacy@cementirholding.it

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar eru ýmiss konar upplýsingar sem eru á einhvern hátt tengdar þér.

Í ljósi þess að þú ert einn af viðskiptavinum, birgjum eða samstarfsaðilum okkar söfnum við ýmsum almennum upplýsingum um þig á borð við samskipta- og greiðsluupplýsingar.

Þegar þú notar vefsvæðið okkar söfnum við og vinnum með ýmsar upplýsingar, til að mynda þegar þú færð aðgang að efni, óskar eftir að fá send fréttabréf okkar, tekur þátt í könnunum, skráir þig sem notanda eða áskrifanda, notar þjónustu okkar eða verslar á vefsvæðinu.

Yfirleitt söfnum við og vinnum með eftirfarandi tegundir upplýsinga: Einkvæmt auðkenni og tæknilegar upplýsingar um tölvuna þína, spjaldtölvu eða farsíma, IP-tölu þína, staðsetningu og síður sem þú smellir á (áhugasvið). Að því gefnu að þú veitir samþykki fyrir því og færir upplýsingarnar inn á vefsvæðinu, vinnum við einnig með: Nafn, heiti fyrirtækis, heimilisfang, netfang og athugasemdir, til að mynda þegar þú óskar eftir fréttabréfi okkar eða notar samskiptaeyðublaðið okkar.

Persónuverndarstefna í ráðningarferli

Þegar við fáum senda atvinnuumsókn þína og fylgiskjöl með henni munu viðeigandi yfirmaður og starfsmaður mannauðssviðs lesa gögnin til þess að geta svarað og metið innihald þeirra með hliðsjón af tilteknu starfi.

Atvinnuumsókninni og fylgiskjölum verður deilt innanhúss með viðkomandi aðilum í ráðningarferlinu en ekki birt neinum utan við Aalborg Portland.

Atvinnuumsóknin og fylgiskjöl verða varðveitt þar til rétti umsækjandinn hefur verið fundinn og ráðningarferlinu er lokið. Eftir það verður umsókninni og fylgiskjölum eytt.

Þegar við fáum sendar óumbeðnar atvinnuumsóknir varðveitum við umsóknina og fylgiskjöl í að hámarki sex mánuði og að því tímabili loknu er þeim eytt.

Ef varðveita á umsóknina og fylgiskjölin lengur en í sex mánuði munum við óska eftir sérstöku leyfi frá umsækjandanum.

Öryggi

Við höfum gert viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir óviljandi eða ólöglega útþurrkun, dreifingu, tap, rýrnun, óleyfilega birtingu, misbeitingu eða aðra ólögmæta meðhöndlun á gögnunum þínum.Við munum vista persónuupplýsingar þínar á tölvum með takmörkuðu aðgengi sem staðsettar eru í aðstöðu undir eftirliti, og öryggisráðstafanir okkar verða skoðaðar reglulega til að ganga úr skugga um að notendaupplýsingar okkar séu meðhöndlaðar á réttan hátt og með áframhaldandi tilliti til réttinda þinna sem notandi. Samt sem áður getum við ekki ábyrgst 100% öryggi í öllum gagnaflutningi á netinu. Það gæti því verið hætta á óheimilum aðgangi að gögnum þegar þau eru send og varðveitt rafrænt. Af þessu leiðir að þú deilir persónuupplýsingum þínum á eigin ábyrgð.

Tilgangur

Persónuupplýsingum um viðskiptavini er safnað í eftirfarandi tilgangi:

  • Úrvinnsla viðskipta þinna og afhending vöru eða þjónustu
  • Stjórnun samskipta við viðskiptavini

Persónuupplýsingum um birgja og samstarfsaðila er safnað í eftirfarandi tilgangi:

  • Úrvinnsla viðskipta okkar eða þjónustu
  • Stjórnun samskipta milli birgja og meðeigenda

Gögn sem fengin eru með vafrakökum eru notuð til að vefsvæðið sýni rétta virkni. Vafrakökur eru fyrst og fremst notaðar til að mæla umferð um vefsvæðið með Google Analytics en einnig til að greina notkun vefsvæðis okkar til að bæta virkni og innihald þess reglulega.

Lágmörkun gagna

Við söfnum, vinnum með og varðveitum persónuupplýsingar eingöngu þegar slíkt er nauðsynlegt til að ná markmiðum okkar. Í ákveðnum tilvikum getum við verið bundin lagalegar skyldum til að safna og varðveita ákveðnar tegundir gagna sem tengjast viðskiptastarfsemi okkar. Gerð og umfang persónuupplýsinga sem við vinnum með getur einnig ákvarðast af þörfum til að uppfylla samninga eða aðrar lagalegar skyldur.

Uppfærsla gagna

Þar sem þjónusta okkar krefst þess að gögnin þín séu rétt og endurspegli núverandi stöðu viljum við biðja þig að láta okkar vita af mikilvægum breytingum sem snerta gögnin þín. Þú getur notað samskiptaupplýsingarnar að ofan til að láta okkur vita af slíkum breytingum og við munum sjá til þess að uppfæra persónuupplýsingar þínar. Ef við uppgötvum að gögn séu ónákvæm eða röng munum við uppfæra gögnin og láta þig vita.

Varðveislutímabil persónuupplýsinga

Gögn eru varðveitt í þann tíma sem leyfilegur er samkvæmt lögum og við eyðum gögnum þegar þau eru ekki lengur nauðsynleg. Tímabilið veltur á gerð gagnanna og ástæðu varðveislu þeirra, og því er ógjörningur að gefa upp algildan tímaramma yfir varðveislu þeirra og eyðingu.

Samþykki

Samþykki þitt fyrir móttöku fréttabréfa er valkvætt og þú getur afturkallað samþykkið hvenær sem er með því að hafa samband við okkur. Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar að ofan.

Birting upplýsinga

Við notum þjónustu ýmissa þriðju aðila við að varðveita og vinna gögn, meðal annars aðila sem annast upplýsingatæknilausnir. Þessir aðilar annast eingöngu vinnslu gagna fyrir okkar hönd og er meinað að nýta gögnin í eigin skyni.  Í viðeigandi tilfellum eru gögn birt bönkum, innheimtuþjónustufyrirtækjum, lánshæfismatsfyrirtækjum og flutningafyrirtækjum.

Birting persónuupplýsinga gagnvart þriðju aðilum í öðrum tilgangi krefst þíns samþykkis.

Við nýtum eingöngu þjónustu gagnavinnsluaðila innan Evrópusambandsins eða landa sem geta tryggt gögnum þínum fullnægjandi vernd.

Gögn um notkun þína á vefsvæðinu eru birt þriðju aðilum ef upplýsingarnar liggja fyrir. Þú getur séð lista yfir viðeigandi þriðju aðila hér að neðan undir „Notkun á vafrakökum“. Gögnin eru nýtt til að miða auglýsingar.

Notkun á vafrakökum

Þetta vefsvæði notar vafrakökur. Við notum vafrakökur svo vefsvæðið sýni rétta virkni. Vafrakökur eru fyrst og fremst notaðar til að mæla umferð um vefsvæðið með Google Analytics en einnig til að greina notkun vefsvæðis okkar til að bæta virkni og innihald þess reglulega. Ef þú vilt ekki að við söfnum upplýsingum skaltu eyða vafrakökum þínum og hætta að nota vefsvæðið. Hér að neðan verður farið nánar yfir hvernig gögnum við söfnum, hver tilgangur þeirra er og yfir þriðju aðilana sem hafa aðgang að þeim.

Vafrakökur eru vistaðar í tölvunni þinni, farsíma o.s.frv. í þeim tilgangi að þekkja tækið, muna stillingar, útbúa talnagögn og miða auglýsingar. Vafrakökur geta ekki innihaldið skaðlega kóða á borð við vírusa.

Ef þú eyðir eða lokar fyrir vafrakökur verða auglýsingar síður viðeigandi fyrir þig og birtast oftar. Einnig er hætta á að vefsvæðið sýni ekki rétta virkni og að þér verði meinaður aðgangur að sumu innihaldi.

Hvað er vafrakaka?

Vafrakaka er lítil textaskrá vistuð á tölvunni þinni til að fylgjast með hvað gerist þegar þú heimsækir vefsvæðið og til að gera vefsvæðinu kleift að þekkja tölvuna þína. Vafrakaka inniheldur einungis texta, er ekki forrit og inniheldur ekki vírus.

Hvernig eru vafrakökur notaðar?

Á vefsvæði okkar eru vafrakökur notaðar í tvennum megintilgangi:

  1. Vafrakökur fyrir talnagögn og greiningu
  2. Vafrakökur fyrir virkni

Vafrakökur fyrir talnagögn og greiningu

Við notum Google Analytics til að mæla umferð um vefsvæðið og einnig til að greina notkun vefsvæðis okkar. Vafrakökur fyrir greiningu safna upplýsingum um notkun þína á vefsvæðinu til að hjálpa okkur að besta og bæta innihald og virkni þess.

Vafrakökur fyrir virkni

Vafrakökur fyrir virkni eru notaðar til að skrá upplýsingar um heimsókn þína sem skipta máli fyrir virkni og notkun á vefsvæðinu. Meðtalin er innskráning og tímabundin vistun upplýsinga sem slegnar eru inn í eyðublöð eða vefpöntunarferli. Þriðju aðilar mega koma fyrir vafrakökum fyrir virkni, til að mynda youtube.com ef myndskeið hafa verið sett á vefsvæðið eða ef facebook.com eða addthis.com voru notuð til að deila greinum eða fréttum.

Hvernig á að hafna eða eyða vafrakökum

Þú getur alltaf hafnað vafrakökum í tölvunni þinni með því að breyta stillingum í netvafranum þínum. Hvernig finna má þessar stillingar veltur á því hvaða vafra þú notar. Samt sem áður ættir þú að gera þér grein fyrir því að með því að hafna vafrakökum eru margir eiginleikar og þjónustumöguleikar sem þú getur ekki nýtt þér því þeir krefjast þess að vefsvæðið geti munað hvaða valkosti þú velur.

Vafrakökum sem þú hefur áður samþykkt má auðveldlega eyða seinna. Ef þú notar tölvu með nýlegum netvafra getur þú eytt vafrakökum þínum með því að nota þessa flýtilykla:

CTRL + SHIFT + Delete. Ef flýtilyklarnir virka ekki og/eða þú notar MAC skaltu byrja á því að skoða hvaða vafra þú notar og smella síðan á viðeigandi tengil:

  • Microsoft Internet Explorer
  • Google Chrome
  • Safari
  • Firefox

Mundu: Ef þú notar fleiri en einn vafra verður þú að eyða vafrakökum í þeim líka.

Réttindi þín

Þú átt alltaf rétt á aðgengi að gögnunum sem við vinnum um þig og rétt á því að vita hvaðan gögnin koma og hvernig þau eru notuð. Þú átt einnig rétt á því að vita hversu lengi við ætlum okkur að geyma persónuupplýsingar þínar og hverjum við birtum gögn þegar við birtum gögn í Danmörku eða öðrum löndum.

Farir þú fram á það munum við upplýsa þig um gögnin sem við vinnum um þig. Aðgangur að gögnum getur samt sem áður verið takmarkaður vegna persónuverndar annarra, viðskiptaleyndarmála eða hugverkaréttinda.

Þú getur nýtt þér réttindi þín með því að hafa samband við okkur. Samskiptaupplýsingar má finna hér að ofan.

Gruni þig að persónuupplýsingar sem við vinnum með um þig séu ónákvæmar eða rangar hefur þú rétt til að láta leiðrétta þær. Þú ættir í því tilviki að hafa samband við okkur til að láta okkur vita í hverju í hið ónákvæma eða ranga er fólgið og hvernig á að leiðrétta það.

Í sumum tilfellum ber okkur skylda til að eyða persónuupplýsingum þínum, til að mynda ef þú dregur til baka samþykki sem þú hefur veitt. Ef þú telur að ekki sé lengur þörf á gögnum í þeim tilgangi sem þeim var safnað fyrir getur þú beðið um að þeim sé eytt. Þú getur einnig haft samband við okkur ef þig grunar að unnið sé með persónuupplýsingar í ósamræmi við lög og aðrar lagalegar skuldbindingar.

Þú átt einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar https://www.personuvernd.is/ .

Þegar þú biður um að persónuupplýsingar þínar séu leiðréttar eða þeim eytt metum við hvort skilyrðunum sé mætt og gerum síðan breytingar eða eyðum þeim eins fljótt og auðið er.

Þú hefur rétt til að andmæla því hvernig unnið er með persónuupplýsingar þínar. Þú getur einnig andmælt birtingu okkar á gögnum þínum í markaðslegum tilgangi. Þú getur notað samskiptaupplýsingarnar að ofan til að láta okkur vita af slíkum breytingum og við munum sjá til þess að uppfæra persónuupplýsingar þínar. Séu andmæli þín réttmæt munum við ganga úr skugga um að vinnslu á persónuupplýsingum þínum verði hætt.

Þú átt rétt á gagnaflutningi ef þú óskar þess að flytja gögn þín til annars ábyrgðaraðila gagna eða gagnavinnsluaðila.

Við eyðum persónuupplýsingum að eigin ákvörðun þegar ekki er þörf á þeim lengur í þeim tilgangi sem þeim var safnað fyrir.

Þetta vefsvæði er eign Aalborg Portland A/S, Rørdalsvej 44, pósthólf 165, 9100 Aalborg.