Vörur
Aalborg Portland A/S framleiðir mismunandi tegundir af sementi sem er gætt eiginleikum sem henta best til mismunandi nota. Lang stærsti hlutinn af framleiðslunni er seldur í lausu frá birgðarstöð í Helguvík til steypustöðva, eininga- og röraverksmiðja og er dreift með eigin tankbílum beint til viðskiptavina.
Sement er duftkennt efni og ef í það er blandað vatn þá á sér stað efnasamruni og úr verður þéttur og harður massi.
Ef þessi hörðnun á sér stað í blöndu þar sem jafnframt eru í rétt hlutföll af sandi og möl, þá mun sandurinn og mölin verða hluti af sementeðjunni og úr verður það sem í daglegu tali kallast steypa. Ef möl er ekki sett í blönduna verður til múrblanda, t.d til pússningar.
Steypa er mest notaða efni til bygginga- og mannvirkjagerðar og sement er það efni sem veldur því að steypan nær þeim eiginleikum sem sóst er eftir og sem fyrst og fremst veldur styrk steypunnar.