Kýsilryk

KÍSILRYK (SIO2) er örfínt ryk sem er blandað út í steypu, með það að markmiði að þétta hana, draga úr klórleiðni og  alkalívirkni.  Við notkun á kísilryki eykst hins vegar vatnsþörf steypu, sem aftur getur aukið hættu á sprungumyndun.  Nokkuð skiptar skoðanir eru um íblöndun kísilryks í steypu. Sumir telja að langtímaþol steypunnar geti minnkað.  Almennt eru menn þó sammála um að kísilryk í minni skömmtum auki gæði steypu t.d. í söltu umhverfi.  Aalborg Portland Íslandi býður viðskiptavinum sem þess óska kísilryk frá Járnblendifélaginu – ELKEM á Grundartanga.  Í byrjun desember 2003 tók Aalborg Portland Íslandi í notkun nýjan og fullkominn blöndunarbúnað, sem tryggir einsleita blöndun kísilryks og sements. Viðskiptavinum býðst í dag kísilryk blandað saman við sement í samræmi við  óskir þeirra.